A Bigger Splash

Lífið er Cambridge er ólíkt því sem ég hef vanist. Ekki vegna þess að borgin sjálf, fólkið eða siðirnir eru öðruvísi, heldur vegna þess að hér þekki ég varla sálu! Ég er sem betur fer ein af þeim sem nýt þess að eyða tíma með sjálfri mér og jafnvel í Reykjavík og Kaupmannahöfn, mínum heimaborgum, á ég það til að bjóða sjálfri mér út að borða eða í kósý drykk. En ég er líka félagsvera og í venjulegum kringumstæðum eyði ég stórum hluta frítíma míns í félagsskap fjölskyldu og vina.

Aðstæðurnar hér í Cambridge eru þó ekki venjulegar fyrir mig. Í upphafi hafði ég hugsað mér að vera dugleg að fara á skipulagða viðburði fyrir útlendinga og aðra ókunnuga til að kynnast fólki en þegar allt kom til alls held ég að viljinn hafi ekki verið fyrir hendi. Ég vissi alltaf að þetta væri bara tímabundin búseta, og satt best að segja hef ég líka verið mikið að heiman þær sjö vikur sem ég hef nú búið hérna.

Þar af leiðandi hef ég leitað leiða til að skemmta sjálfri mér og til að gera mér dagamun skelli ég mér stundum í bíó. Bíóparadís Cambridge, Cambridge Arts Picturehouse, er orðin að mínu heima-kvikmyndahúsi og í þessari viku lagði ég leið mína þangað til að sjá ítölsku/frönsku myndina A Bigger Splash.

A Bigger Splash er sem sagt frönsk/ítölsk framleiðsla frá ítalska leikstjóranum Luca Guadagnino en enska er þó aðal tungumál myndarinnar. Sagan er lauslega byggð á annarri franskri/ítalskri kvikmynd frá 1969, La Piscine og segir frá rokkstjörnunni Marianne Lane (Tilda Swinton) og kærasta hennar Paul (Matthias Schoenaerts). Parið er saman í fríi á ítölsku eyjunni Pantelleria þegar fyrrverandi kærasti Lane, Harry (Ralph Fiennes) og dóttir hans Penelope (Dakota Johnson) mæta á svæðið. Myndin er skilgreind sem erótískur tryllir, flokkur sem einnig inniheldur myndir á borð við Basic Instinct og Eyes Wide Shut.

Þó tónlist spili vissulega stórt hlutverk í A Bigger Splash er hún er dæmi um mynd sem engin tónlist hefur verið samin sérstaklega fyrir. Í staðinn er um svokallað compilation soundtrack að ræða, sem samanstendur einungis af tónlist sem samin hefur verið í öðrum tilgangi. Þá eru lög og tónverk vandlega valin af leikstjóra og/eða tónlistastjóra (E. music supervisor) til að fylgja hinum ýmsu atriðum og aðstæðum í kvikmyndinni. A Bigger Splash inniheldur allt frá rokki The Rolling Stones til óperu eftir Verdi, allt eftir því hvað er um að vera.

Það kom mér ekki á óvart við lestur greina og umsagna um myndina að nokkrar þeirra töluðu sérstaklega um val á tónlist. Ein þeirra talar um hvernig tónlistin vefst saman við frásögn Guadagnino á skemmtilegan hátt og á þá sérstaklega við að í texta við lög eins og Emotional Rescue og Jump Into The Fire má lesa tilfinningar persónanna eins og þær þróast í gegnum myndina. Það er óhætt að segja að tónlistin í A Bigger Splash þjóni tilgangi sínum en myndin hlaut líka verðlaunin Soundtrack Stars Award á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á síðasta ári.

Mér finnst áhugavert að sumir leikstjórar skuli velja að láta ekki semja tónlist sérstaklega fyrir kvikmyndir, sérstaklega þar sem þar er um undantekningar frá norminu að ræða. Vegna meistaraverkefnisins hef ég síðustu tvo mánuði farið í gegnum rúmlega þúsund kvikmyndir frá árunum 2005-2014 og af þeim eru um það bil tíu sem tilheyra þessum hópi. Ég hef ekki fundið neinar áreiðanlegar heimildir fyrir því af hverju sumir leikstjórar velja að fara þessa leið en ég tel mig þó hafa einhverja hugmynd. Það er líklegt að oft spili fjárhagur inn í þessa ákvarðanatöku, sérstaklega þar sem tónlist er oft eitt af því síðasta sem bætt er við kvikmynd og því er auðvelt að skera á þann flokk ef annar kostnaður hefur farið fram úr áætlunum. En að sama skapi er það sennilegt að oft sé hreinlega um sýn leikstjóra að ræða. Woody Allen er einn af þessum leikstjórum og frá 1985 er ekkert tónskáld nefnt í tenglum við myndirnar hans (IMDb).

Hver sem ástæðan er eru til ófá dæmi um frábæra notkun á þekktum lögum í kvikmyndum og eins er um mikilvæga innkomuleið fyrir tónlistarfólk að ræða. En meira um það síðar.

Hægt verður að kaupa MP3 útgáfu af disknum á iTunes og Amazon frá 4. mars.

Greinar og umsagnir: Little White LiesDIY Magazine, The Guardian, The Telegraph


 

Going to the movies is always a pleasant pastime, and it is one of my favorite things to do alone. I am one of those people who enjoys spending time on my own, and even in Reykjavik and Copenhagen, where I have my base, I will occasionally treat myself to a nice dinner or drink all by myself. But I am also a pretty social, and under normal circumstances I will spend much of my time in the company of my friends and family.

My situation here in Cambridge is quite different from my normal. I gave it a somewhat fair chance to go to planned meetups of people looking to meet people, but I don’t think my head was really in it. I always knew this was a temporary placement, and to be honest I have also been away quite a lot for the seven weeks I’ve lived here.

So, as I go about my daily business with only myself as company, I have found that going to the cinema is particularly fun activity. The Cambridge Arts Picturehouse has become my go-to-theatre, and this week I made my way there to see A Bigger Splash.

A Bigger Splash is an English-language French-Italian production, directed by Luca Guadagnino. It is loosely based on another French-Italian film from 1969, La Piscine, and tells the story of rock-star Marianne Lane (Tilda Swinton) and her boyfriend Paul (Matthias Schoenaerts) as their vacation on the Italian island Pantelleria is interrupted with the arrival of Lane’s ex Harry (Ralph Fiennes) and his newly-discovered daughter Penelope (Dakota Johnson). The movie is categorized as an erotic thriller, a category which also includes classics such as Basic Instinct and Eyes Wide Shut.

While music certainly plays a big part in A Bigger Splash, no score was written for the film and no composer is credited. Instead, it is a compilation score consisting exclusively of already-existing music, carefully chosen to accompany the various scenes and situations in the story. Ranging from the rock and roll of the Rolling Stones to an opera by Verdi, the music is mostly incidental, but in what has become one of the most talked-about scenes in the movie Harry spontaneously breaks out in dance to The Rolling Stones’ Emotional Rescue. The scene is both funny and sincere, and introduces the audience to some of the features that characterize the four protagonists.

Not-surprisingly, two of the reviews1 I read while writing this blog talked of the choice of music being intertwined with Guadagnino’s storytelling, referring to how the lyrics to songs such as Emotional Rescue and Nilsson’s Jump Into The Fire seem to represent the characters’ feelings:

With lyrics such as: “You can climb a mountain. You can swim the sea. You can jump into the fire. But you’ll never be free”, it’s not hard to feel this would be a song to influence Harry’s decision to intrude on Marianne and Paul’s quiet break in the sun.

(DIY Magazine)

I think it very interesting that some movies go without any original song or score, but have yet to find any reliable sources that explain the various reasons for why some directors might choose this route. I find it likely that budget constraints sometimes play a role, but it can doubtlessly also be related to the directors vision of how a film should play out.

The soundtrack to A Bigger Splash can in any case be deemed a success, having won the Soundtrack Stars Award at the Venice Festival last year; “the music’s collateral prize that during the Venice International Film Festival evaluates the best soundtrack among the Official Selection’s movies” (Soundtrack Stars Award). The full official soundtrack will be available on Amazon on March 4.

——–

Should anyone reading this be able to answer the question of why some films don’t have original music, I’d be very grateful to hear from you, as it might come in useful for my thesis research.

Reviews: Little White LiesDIY Magazine, The Guardian, The Telegraph

Comments

Leave a comment