Í síðustu viku lagði ég loksins leið mína í bíó hérna í Cambridge til að sjá Hrúta. Mér fannst einstaklega gaman að upplifa myndina í öðru landi, með enskum texta og umkringd fólki af öðru þjóðerni. Sem ein af þeim sem kvartar reglulega vegna þýðinga á enskum myndum yfir á íslenskan texta, get ég staðfest að merking málsins tapast líka við þýðingu frá íslensku yfir á enskan texta.
Eins og flestir landsmenn vita er Grímur Hákonarsson bæði handritshöfundur og leikstjóri Hrúta, sem er önnur mynd hans í fullri lengd. Hrútar var frumsýnd 15. maí 2015 í Un Certain Regard hlutanum af Cannes hátíðinni, þar sem hún hlaut einmitt fyrstu verðlaun. Síðan er liðið ár og Hrútar hafa sankað að sér helling af verðlaunum og tilnefningum, svo ekki sé minnst á óragrúann af jákvæðum ummælum erlendra sem íslenskra blaðamanna og áhorfenda.
Fyrir þá sem ekki hafa séð myndina fjallar hún um tvo sauðfjárbændur í afskekktum dal á Norðurlandi. Þrátt fyrir að vera nágrannar og bræður hafa þeir Gummi (Sigurður Sigurjónsson) og Kiddi (Theódór Júlíusson) ekki talast við í um fjóra áratugi þegar fjárstofni þeirra er ógnað vegna riðuveiki.
Atli Örvarsson á heiðurinn af tónlistinni í Hrútum og var hann tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir verkið. Atli hefur áður samið tónlist fyrir fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, þar á meðal The Eagle frá Kevin Macdonald og Babylon A.D. frá Mathieu Kassovitz. Tónlistin í Hrútum er einstaklega viðeigandi og passar vel við bæði landslag og söguþráð, þar sem hún dregur fram tilfinningar áhorfandans gagnvart kringumstæðum. Erlendir gagnrýnendur hafa gefið Atla mikið lof og einn þeirra kallaði tónlistina í Hrútum “exquisitely haunting” (The Upcoming):
“Linking the various elements of a gripping plot, and the extraordinary shots captured by Icelandic director Grímur Hakonarson, is Atli Örvarsson’s exquisitely haunting music. His melodies have the power to elicit a devastating emotional response, and linger long after the last frame has faded into the end credits.”
Það sem sérstaklega fangaði athygli mína var þó bara gamalt og klassískt íslensk jólalag. Eins og með svo mörg af okkar allra flottustu jólalögum er þetta íslenskuð útgáfa af erlendu (ójóla)lagi. Upprunalega lagið heitir Oh Susana og er eftir bandaríska lagasmiðinn Stephen G. Foster, en íslenski textinn eftir Ragnar Jóhannesson. Ljóðið ber heitið ‘Aðfangadagskvöld’ en lagið er þó betur þekkt sem ‘Nú er Gunna á nýju skónum’. Þetta er jólalag sem óspart er spilað í útvarpi og á öllum jólaskemmtunum ár eftir ár og hefur verið síðustu 20 ár. Við kunnum það öll og raulum reglulega með, fólkinu í kringum okkur til mismikillar ánægju!
Atriðið sjálft er ekki aðgengilegt á netinu svo ég ætla að reyna að lýsa því. Gummi er í eldhúsinu að hlusta á útvarpið og elda mat. Í útvarpinu má heyra söguna um Gunnu og nýju skóna og Gummi raular að sjálfsögðu með á sama tíma og hann undirbýr lambalærið fyrir ofninn. Hérna eru tveir hlutir svo ótrúlega íslenskir að ég komst ekki hjá því að pæla í því hvernig menningararfur spilar inn í kvikmyndagerð og sérstaklega hversu mikil áhrif svona lítill tónlistarbútur getur haft á skilning okkar á atriðinu. Lambalæri er ekki þekkt sem góðgæti á mörgum stöðum í heiminum og er enn síður tengt við jólahald utan Íslands. Í dag er lambalæri oftar á borðum en á jólum en með Gunnu og Sigga í eyrunum koma þessi tvö atriði því ótvírætt til skila til íslenskra áhorfenda að jólin eru komin. Þetta atriði er það fyrsta sem gefur jólatíðina til kynna, en utan lambalærisins og tónlistarinnar er ekki mikið annað sem lætur í ljós um hvaða árstíð er að ræða. Fyrir okkur sem ólumst upp á Íslandi er það deginum ljósara að jólin eru komin en ég er forvitin að vita hvort atriðið hefur sömu áhrif á þá og þær sem ekki þekkir lagið eða þekkir það sem Oh Susana og kannast ekki við réttinn sem Gummi er að matreiða.
Það líður að vísu ekki á löngu þar til önnur merki um jólahald birtast, svo þetta breytir litlu varðandi framvindu sögunnar og skilning áhorfandands á henni. En engu að síður fannst mér þetta áhugaverð birtingarmynd á því hvernig lítill tónlistarbútur getur á einfaldan hátt hjálpað okkur að átta okkur á kringumstæðum og andrúmslofti í kvikmyndum.
Last week I finally made my way to the cinema here in Cambridge to see the Icelandic film Rams. It was particularly fun to experience this film in another country, with English subtitles and surrounded by non-Icelandic people. As one who occasionally complains about translation of English-language films to Icelandic subtitles, I can safely say that meaning is also lost when Icelandic is translated to English.
Grímur Hákonarsson is both writer and director of Rams, which is his second feature. The film premiered on May 15 in last year’s Un Certain Regard section at the Cannes Festival, where it also won the top prize. Since its premier, Rams has been a recipient of a number of positive reviews and nominations, most recently 13 nominations for the Icelandic Edda Awards (to be awarded on February 28).
Rams tells the story of two estranged brothers, Gummi (Sigurður Sigurjónsson) and Kiddi (Theódór Júlíusson), and their sheep-stock in a remote valley in Iceland. An illness among the sheep leads to a sad turn of events as the county vet decides they all have to be killed to properly eliminate the disease.
The score is written by Atli Örvarson, and he is nominated for an Edda Award for Best Music for his music for this film. Atli’s previous work includes features such as Kevin Macdonald’s The Eagle and Mathieu Kassovitz’ Babylon A.D., as well as a number of other films and TV series. His work in Rams is brilliantly in tune with the landscape and storyline, described as “exquisitely haunting” in a review from The Upcoming:
“Linking the various elements of a gripping plot, and the extraordinary shots captured by Icelandic director Grímur Hakonarson, is Atli Örvarsson’s exquisitely haunting music. His melodies have the power to elicit a devastating emotional response, and linger long after the last frame has faded into the end credits.”
But what really caught my attention in terms of music was a classic Icelandic Christmas carol. As with much of the traditional Icelandic Christmas music, this carol is a remake of another non-Icelandic song. The tune is taken from Oh Susana by American songwriter Stephen C. Foster, but its Icelandic version is set to lyrics by Ragnar Jóhannesson. The Icelandic carol is titled Christmas Eve, but it is commonly referred to as “Nú er Gunna á nýju skónum” (English: Now Gunna is wearing the new shoes). It is a tale of a typical Christmas Eve: dressing up, cooking Christmas dinner, listening to Christmas mass on the radio, opening presents and enjoying the lights. It is played relentlessly every Christmas in Iceland, and has been since the mid-20th Century, so naturally everybody can hum along during the festivities.
I couldn’t find this scene online, so I’ll try to describe it. It shows Gummi in his kitchen, listening to the radio and cooking. As he hums along to the carol, he prepares a leg of lamb in the oven, a typical Icelandic dish traditionally served on Christmas Eve (especially a few decades ago, when Gummi and Kiddi would have been growing up). The scene is the first to indicate that Christmas season has arrived, but apart from the music and the food, not much points to the time of year. For us who grew up in Iceland it is thoroughly obvious (with music and food), but I wonder if it has the same effect on those who aren’t familiar with Icelandic traditions and either know the song as Foster’s Oh Susana, or do not know it at all?
Other signs of Christmas appear shortly thereafter, so it doesn’t change anything regarding the audience’s understanding of the storyline. But I found it a fun and interesting manifestation of how a small piece of music helps audience to capture the circumstances and atmosphere in a film.
—

Leave a comment